Portúgal.


Portúgal sem liggur við Atlantshafið í suðri er litlu minna en Íslanda að flatarmáli eða um 93 þúsund km3. Landið liggur að Spáni í norðri og austri og þar búa tæpar 11 milljónir manna (2014) alls og þar af um 3 milljónir á Lissabon svæðinu.

Opinbert tungumál landsins er portúgalska og meirihluti þjóðarinnar eru kaþólikkar eða um 85%. Portúgal gekk í Evrópusambandið 1986 og evra er gjaldmiðillinn.

Portúgal er einstaklega veðursælt land og sólardagarnir margir og hlýir. Landið státar af stórbrotinni strandlengju við Atlantshafið og hefur verið vinsælt til brimbrettaiðkunar.

Matarmenning Portúgals er ólík þeirri sem þekkist hinum megin við landamærin þar sem fiskur er þar fyrirferðamestur, einkum saltfiskurinn góði (bacalhau). Mikil áhrif eru einnig frá gömlum nýlenduþjóðum Portúgals í matarmenningunni, s.s. piri piri og samosas.