Fróðleikur.

Lissabon



Lissabon er ein þeirra borga í Evrópu sem hefur ekki enn sprungið út af túrisma. Aukningin síðustu ár  hefur þó verið mikil og hætt við að innan fárra ára verði ekki þverfótað fyrir ferðamönnum í gamla bænum.

Andrúmsloftið í borginni er svo dásamlega afslappað og ljúft og íbúarnir stoltir af borginni sinni og einstaklega hjálpsamir og þjónustulundaðir. Að rölta um í Bairro Alto eða Alfama er draumi líkast og alls staðar getur maður sest niður og borðað dýrindis rétti og drukkið kaffi eða vín fyrir lítinn pening. Það er ekki erfitt að týna sér á röltinu heilan dag og fram á kvöld í þessarri dásemd en sumt er þó merkilegra en annað fyrir tékklista túristans og mun ég reyna að fylla þessa síðu af því helsta.